mánudagsmanían: megaherz og varg

varg
varg

Að flakka í gegnum YouTube rásir plötufyrirtækja getur verið skemmtilegur leikur, en þú getur líka farið þér að voða þar. Ef þú passar þig ekki þá villist þú kannski og lendir í því að horfa á myndbönd með hljómsveitum sem þú hefur aldrei heyrt um og hefðir eflaust aldrei kíkt á ef ekki hefði verið fyrir skrýtnu smámyndirnar sem, á einhvern óskiljanlegan hátt, sköpuðu þörf hjá þér til þess að kíkja á þessa myndbönd.

Það gerðist hjá mér núna rétt áðan. Ég kíkti inná rás Napalm Records og áður en ég vissi af hafði ég spænt í gegnum sitthvort myndbandið með Megaherz og Varg, og ég átta mig engan veginn á því hvað í helvítinu ég var að horfa á! Já, það er ný skífa að koma út með Varg á föstudaginn sem ber titilinn The End of All Lies. Ég gleymdi að minnast á hana í gær þegar ég fór örlítið yfir það sem kemur út í þessari viku.

Author: Andfari

Andfari