2016.2 – grit teeth, itcom, momentum, sol, suppressive fire, tribulation

momentum
momentum

Ný vika, nýir tímar, hvað er að gerast?

Næsta fimmtudag munu Grit Teeth og In the Company of Men halda tónleika á Húrra. Kjarninn verður án efa sterkur þar! Á föstudaginn verða System of a Down tribute tónleikar á Gauknum þar sem landsþekktir ábreiðarar munu gera tónlist SoaD góð skil. Á laugardaginn verður svo Alcoholica með Motörhead tribute tónleika á Íslenska Rokkbarnum. Það verður án efa nett að sjá!

En hvað er að gerast í útgáfumálum?

Á morgun kemur The Storm Bells Chime, sjötta breiðskífa dönsku dómsdauðarokkshljómsveitarinnar Sol, út. Níðþungur dómsdauði sem, samkvæmt innihaldslýsingunni, ætti að höfða vel til aðdáenda Ulver og Blood Axis.

Hin bandaríska Suppressive Fire mun gefa út sína fyrstu skífu, Bedlam, á fimmtudaginn og ætti hún að höfða vel til fólks sem er hrifið af gömlu þýsku Þrassrokki.

Næsta föstudag mun Dark Essence Records standa fyrir endurútgáfu á fyrstu breiðskífu íslensku ofsarokkssveitarinnar Momentum. Til að byrja með verður hún eingöngu aðgengileg á Internetinu en nokkru síðar verður hún gefin út í “alvöru” á geisladisk. Og þá að útlöndunum, hvað er að gerast þar?

Á föstudaginn má einnig búast við nýju efni frá sænsku dauðarokkurunum Tribulation, en þá kemur Melancholia út í gegnum Century Media. Gotneskt dauðarokk þeirra er að gera góða hluti og síðasta breiðskífa sveitarinnar, Children of the Night, fékk mjög góða dóma hjá þungarokkspressunni þegar hún kom út. Ég hlakka svo til!

Author: Andfari

Andfari