nýtt mortiis myndband

mortiis
mortiis

Það eru sex ár síðan Perfectly Defect, sjötta breiðskífa norska sjokkrokkarans Mortiis kom út, og ætli það séu ekki fimmtán ár síðan ég kíkti eitthvað almennilega á það sem hann hefur gert. “Parasite God” er samt, og verður alltaf, klassík!

Þessi fyrrum bassafantur norsku djöflarokkaranna Emperor varð frægur á einni nóttu þegar hann ákvað að breyta um stefnu, keypti sér hljómborð, álfaeyru og gervinef og fór að búa til minimalíska synthatónlist. Áður en varði var Mortiis vinsælli en smurt brauð með malakoffi og hver einasta djöflarokksblaðra byrjaði að tala um “sinn eigin heim”.

En, nú er von á nýrri skífu og kallinn er kominn langt frá staðnum sem hann byrjaði á. Nú hljómar tónlistin hans eins og einhver blanda af Nu-Metal og Industrial. Ekkert slæmt, en ekkert til þess að hrópa húrra fyrir heldur.

Author: Andfari

Andfari