annar í oration, kíkjum á mortuus umbra núna

mortuus umbra
mortuus umbra

Við kíktum á hina írsku Malthusian í síðustu viku, í okkar fyrsta vikulega innslagi um hljómsveitir sem koma fram á Oration tónlistarhátíðinni, og nú kíkjum við á hina ísraelsku Mortuus Umbra.

Hljómsveitin er frekar ung, stofnuð 2013, og til þessa hefur hún gefið út síngulinn Holy Procreation og smáskífuna Catechism. Sú síðarnefnda var hljóðblönduð í Studio Emissary, sem stendur að Oration hátíðinni, svo ef einhver hefur velt því fyrir sér hvað ísraelsk hljómsveit væri að gera á hátíðinni þá er svarið komið hér.

Hljómsveitin hefur verið dugleg að spila læv síðustu mánuði, og meðal annars komið fram með verðandi Íslandsvinunum Melechesh, svo það verður gaman að sjá hvort það eigi eftir að skila sér til áhorfenda á Húrra í næsta mánuði. Ef eitthvað er að marka hljómsveitamerkin á vesti söngvarans, á myndinni hér fyrir ofan, ætti tónlist hljómsveitarinnar að höfða vel til fólks sem hefur gaman að sænsku djöflarokki tengdu NoEvDia.

Author: Andfari

Andfari