þessi helgi er rosaleg

Ef þú ert að leita að einhverju að gera nú þegar Útsvar er búið og þú nennir ekki að hanga yfir Sherlock þá geturðu skellt þér á Íslenska Rokkbarinn og séð The Restless og Volcanova taka lag eða tvö.

Ef þú þjáist á morgun og finnst veggirnir heima hjá þér of þrúgandi þá er nóg sem þú getur valið um. Á Húrra verður Mammút í góðum gír og fyrir ofan, á Gauknum, verður The Vintage Caravan brjáluð! Aðeins lengra í burtu, í Mengi, mun Svavar Knútur leiða fólk í gegnum óhljóðaheima.

Ef þú ratar ekki heim til þín eftir þetta allt saman ekki örvænta! Kira Kira verður í Mengi á sunnudaginn og mun leiða fólk í gegnum þynnkuna, eða jafnvel auka á hana.

Author: Andfari

Andfari