churchhouse creepers

churchhouse creepers / mynd: daníel starrason
churchhouse creepers / mynd: daníel starrason

Akureysku stónerrokkararnir Churchhouse Creepers eru við það að skella á myndbandi á netið. Þeir settu tíser á netið bara fyrir örstuttu síðan. Svo, mig langaði að vita af hverju þeir gerðu myndband, af hverju þeir spiluðu stóner rokk, hvað væri hippalegt við Akureyri og hvenær myndbandið kæmi nú eiginlega fyrir sjónir almennings? Því sendi ég þessa langloku á hljómsveitina og það sem fylgir er svar hennar.
Aðalástæðan fyrir myndbandi er til að sýna hvað við erum fokking nettir, erum geggjað liveband og þeir sem ekki hafa færi á að sjá okkur geta lifað draumóra sína í gegnum myndbandið. Einnig fær fólk tækifæri til að sjá gerivörtur og stuff. Stónerrokk er afleiðing þess að elska grúvið en elska líka að spila hratt og technical… sem er ekkert rosa stónerlegt? Ættum kannski frekar að kalla þetta amfetamínrokk? Akureyrin er þannig gerð að það er ekkert pláss fyrir tónlistafólk, það eru engin húsnæði í stíl við TÞM eða eitthvað sjit, svo það sem 18 ára krakkar gera er að vera frullir í einhverju krummaskuðs æfingahúsnæði sem er leigt af vafasömum einstaklingum. Myndbandið kemur innan fárra vikna, en við reynum að græja eitthvað X-klúsiv stream á einhverri fancy pants síðu svo þetta er ekki alveg 100% í okkar höndum hvenær það verður!

Author: Andfari

Andfari