viltu búa á bon scott stræti?

BonScott

Þá er málið að flytja til Ástralíu ef eitthvað er að marka Canberra Times. Svo virðist sem Ástralarnir séu hrifnir af óhefðbundnum nöfnum á götur sínar. Það geta nú ekki verið Hverfisgötur í öllum borgum.

Ég bíð spenntur eftir því að Reykjavíkurborg skelli í eitt hringtorg til heiðurs Eika Hauks. Hann er kannski ekki fyrrum söngvari AC/DC en maðurinn hefur nú gert meira fyrir íslenskt þungarokk en margir aðrir.

Author: Andfari

Andfari