nýtt ár, meira gaman

black desert sun

Við enduðum síðasta ár á dönskum slödds en byrjum hið nýja á íslensku eyðimerkurrokki. Black Desert Sun gaf út sína fyrstu plötu um miðjan ágúst síðastliðinn og gleymdi ég alveg að fjalla um það. Ég bæti þá örlítið úr því núna þó seint sé. Er BSD eina hipparokkssveitin hér heima með söngkonu fremsta í skipinu eða leynast fleiri þarna úti?

En, það er nóg framundan hjá Andfara næstu dagana, tvær frumsýningar á erlendum breiðskífum eru í vinnslu og aldrei að vita nema sú þriðja bætist við. Auk þess fara næstu vikur í að fjalla um hljómsveitirnar sem koma fram á Oration og Blastfest tónlistarhátíðunum í febrúar í Reykjavík og Bergen, jafnvel að viðtal eða tvö fylgi.

Author: Andfari

Andfari