norðanpaunk tilkynnir fyrstu hljómsveitirnar

nordanpaunkk
Mynd: Rakel Erna Skarphéðinsdóttir

Ég sit hérna, nýkominn heim úr vinnunni, með tölvuna í fanginu og fyrsta þáttinn af Metal Evolution – The Albums í gangi í sjónvarpinu.

Í tölvunni er ég að skoða nýjustu tilkynninguna frá Norðanpaunki. Tilkynningunni sem ég minntist á í gær. Tilkynningunni sem ég sagðist ætla að fjalla um þegar hún kæmi, og hún er nú komin svo ég mun fjalla um hana.

Ég fór á Norðanpaunk í fyrra og þó ég hafi stoppað stutt þá var mjög gaman þar þann tíma sem ég varði á hátíðinni. Tjöld, rólegheit og ekki sála með vandræði. Það ældi víst einhver í heita pottinn en ef það er það alvarlegasta sem kom fyrir þar þá er það nú vel sloppið.

Í ár fer hátíðin fram síðustu helgina í júlí og líkt og áður verður hún haldin á Laugarbakka. Fyrsta hollið sem kynnt er, og sjá má hér fyrir neðan, telur fjórtán hljómsveitir. Miðað við fjölda þeirra listamanna sem komu fram á hátíðinni á þessu ári þá má ætla að nóg sé eftir í gotterísskjóðu skipuleggjenda. Eins og sjá má þá eru tvær erlendar hljómsveitir meðal þeirra sem tilkynntar voru í dag, Gnaw Their Tongues og Cold Cell, og verður athyglisvert að fylgjast með því hvort fleiri erlendir listamenn muni bætast í hópinn.

Abominor
Cold Cell
DJ Flugvél og Geimskip
Dulvitund
Dynfari
Gloryride
Gnaw Their Tongues
Hemúllinn
Kælan Mikla
Mannveira
Severed
Sinmara
Skelkur í bringu
void Ziz

 

nordanpaunk

Author: Andfari

Andfari