myrkramessa og pungsig næstu helgi

hemulinn

Ég rakst á tilkynningu frá tónlistarhátíðinni Norðanpaunk þar sem tilkynnt var að tilkynningar væri að vænta. Hér með tilkynni ég að um þessa tilkynningu mun ég fjalla um leið og ég hef tækifæri til.

Norðanpaunk er samt í sumar en það er heillangur tími þangað til! Hvað er að gerast núna? Hvað er til dæmis að gerast næstu helgi?

Nú, á laugardaginn eru tveir tónleikar hér í okkar litlu Reykjavík. Tveir. Einir á Dillon og aðrir á Gauknum. Á Dillon munu Pungsig, Elín Helena og Hemúllinn koma fram og spila pönkað rokk af miklum móði frá hálf ellefu. Á Gauknum munu NYIÞ, Kælan Mikla, Dulvitund og IDK | IDA koma fram og halda Myrkramessu Hins myrka mans frá hálf tíu.

Uppfært: Heyrðu, það vantaði nú eiginlega endann hérna þegar ég birti þetta fyrst þannig að ég bæti honum bara við núna. Bless! Sjáumst annað hvort á Dillon eða á Gauknum eða kannski á báðum stöðunum!

Author: Andfari

Andfari