borknagar – tíunda platan væntanleg og nýtt myndband komið á netið

borknagar

Í ár eru tuttugu ár síðan epíska öfgarokkssveitin Borknagar var stofnuð og á næsta ári verða tuttugu ár frá því fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út hjá hinni agnarsmáu þýsku útgáfu Malicious Records. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, en hljómsveitin hefur átt fast heimili hjá Century Media síðan önnur plata hennar, The Olden Domain, kom út.

Í byrjun næsta árs kemur út tíunda breiðskífa Borknagar og er titill hennar Winter Thrice. Sveitin skellti nýverið myndbandi við titillagið á netið og hljómar það afskaplega vel. Ef öll platan er eins góð og þetta lag þá gæti verið að ég renni henni oftar en einu sinni í gegn.

Author: Andfari

Andfari