metal evolution – the albums er byrjað

atthegates

Aðfangadagur er liðinn og hafir þú fengið einhverjar gjafir þetta árið er án efa búið að rífa pappírinn utan af þeim nú. Engar áhyggjur, því þú getur ennþá gefið þér eina jólagjöf í viðbót ef löngunin er enn rík. Fyrsti Metal Evolution – The Albums þátturinn var að fara í loftið á BangerTV og þar taka Sam Dunn og félagar fyrir Slaughter of the Soul, sem sumir vilja meina að sé meistaraverk sænsku dauðarokkaranna At The Gates.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan og ef þér lýst vel á þá geturðu spreðað smá geimdollurum í þig. Jólagleðin er lengi í ár!

Author: Andfari

Andfari