breiðskífa conflictions komin út

conflictions

Jólin, hátíðin sem heldur áfram að gefa. Íslenska harðkjarnasveitin Conflictions var að gefa út sína fyrstu breiðskífu og í tilefni þess mun hún halda útgáfutónleika á morgun. Á Dillon. Klukkan 22:30. Með í för verða In the Company of Men sem unnu Wacken Metal Battle Iceland í ár.

Platan er þegar komin á netið og þú getur hlustað á plötuna í spilastokknum hér fyrir neðan, en ef þig langar í kjötheimaeintak þá verður hægt að versla slíkt á tónleikunum.

Author: Andfari

Andfari