vesania – notion

Vesania er pólsk öfgarokkshljómsveit sem inniheldur meðal annars bassaleikara Íslandsvinanna í Behemoth. Í fyrra gaf hljómsveitin út Deus Ex Machina, sem er hennar fjórða plata, í gegnum Metal Blade.

Nýlega skellti hún myndbandi við lagið “Notion” á netið, en það lag er einmitt tekið af fyrrnefndri plötu. Þetta myndband krefst athygli þinnar. Það er ekki hægt að ætla að kíkja á það meðfram öðru.

Author: Andfari

Andfari