shrine of insanabilis staðfest á oration tónlistarhátíðina

Djöflarokkshátíðin Oration fer fram nítjánda og tuttugasta febrúar næstkomandi á Húrra. Þar koma fram hljómsveitir sem allir landsmenn þekkja og dá, meðal annars Svartidauði, Sinmara og Misþyrming.

Í dag bættu hátíðarhaldarar við þær sveitir sem áður höfðu verið kynntar til leiks. Í hópinn hefur bæst hin þýska Shrine of Insanabilis sem gaf út plötuna Disciples of the Void í september í gegnum World Terror Committee. Miðað við kraftinn í laginu hér fyrir neðan verður mjög gaman að sjá hljómsveitina á sviði!

Staðfestir listamenn:
Abominor
Malthusian
Misþyrming
Mortuus Umbra
Rebirth of Nefast
Shrine of Insanablis
Sinmara
Slidhr
Svartidauði
Wormlust
Ævangelist

Author: Andfari

Andfari