elskaðu metalnördisma enn meira

folkmetal

Fyrir þremur vikum eða svo minntist ég á Lock Horns, vefþætti Sam Dunn, sem hefur meðal annars gert Global Metal og Metal Evolution, og félaga hans þar sem ýmsir undirgeirar þungarokksins eru teknir fyrir og þeir skilgreindir í döðlur!

Þá höfðu Sam og vinafólk tekið fyrir þrjár tegundir þungarokks og nú hafa þau tekið þrjá í viðbót og þá er kominn tími á að ná sér í eitthvað að borða og drekka og kíkja á þetta og rífast svo við tölvuskjáinn um það hversu rangar allar þessar skilgreiningar eru! Því það er nú einu sinni það sem Metalnördar gera!

Shout out! á Jóhannes Erlingsson fyrir að taka þátt í kommentunum þarna! Alltaf gaman að sjá Íslendinga missa sig í nördisma!

Author: Andfari

Andfari