abbath trommaralaus

ester segarra

Hlutirnir gerast hratt í norsku svartmetalsenunni. Það er stutt síðan Andfari frumsýndi nýtt lag með Abbath og nú berast þær fregnir af síðum Blabbermouth að trommari sveitarinnar hafi yfirgefið hana og um leið ljóstrað upp leyndarmálinu um það hver væri á bakvið grímuna.

Maðurinn heitir Kevin Foley og er hann trommari frönsku dauðagrændaranna Benighted. Auk þess er hann frekar duglegur við að aðstoða hljómsveitir sem vantar trommuleikara tímabundið.

Nú tekur því við nýtt skeið hjá Abbath, stutt er í útgáfu fyrstu breiðskífu sveitarinnar og ferðalag hennar um Evrópu í tilefni þess. Hver mun tromma þá og verður jafnmikil leynd þá og áður?

AbbathE2016

Author: Andfari

Andfari