rotting christ – elthe kyrie

Mér finnst eins og það sé varla dagur liðinn frá því að Rotting Christ kom fram á Eistnaflugi nú í sumar og spændi í gegnum hvern slagarann á fætur öðrum. Þó eru nú liðnir tæpir sex mánuðir síðan þá.

Tólfta febrúar á næsta ári kemur tólfta breiðskífa hljómsveitarinnar, Rituals, út og í dag hlotnast Andfara sá mikli heiður að fá að frumsýna fyrsta lagið af þeirri plötu. Líkt og síðustu þrjár plötur sveitarinnar kemur þessi út hjá Season of Mist. Njótið vel!

Author: Andfari

Andfari