cult of lilith

Dauðarokkssenan hér á landi er kannski ekki eins stór og hún var áður fyrr en hún virðist nú vera að sækja aðeins í sig veðrið og nýjar hljómsveitir spretta upp öðru hverju. Cult of Lilith er ein af þessum nýju röddum og á föstudaginn skellti sveitin lagi á Internetið. Ég sendi póst á sveitina og spurði meðal annars út í það hverjir væru á bakvið Cult of Lilith, hvenær hún hefði verið stofnuð, hverjir áhrifavaldarnir væru og hvort tónleikar væru fyrirhugaðir á næstunni. Daníel Þór, gítarleikari hljómsveitarinnar, svaraði spurningum mínum.

Cult of Lilith er í raun project sem Ég, Daníel Þór Hannesson, startaði fyrir löngu. Ég byrjaði að semja á fullu þegar Ég var í kring um 15 ára þegar Ég bjó í Fresno, Kaliforníu í Bandaríkjunum og var mikið að braska í Death Metal senuni þar en Ég flutti síðan aftur til Íslands í kring um 18 ára. Þegar Ég kom aftur til Íslands var Ég alveg fullur af metnaði og með mikið samið efni en náði aldrei að koma neinu af stað sökum þess að finna engan trommuleikara. Þannig gekk þetta í mörg ár, Ég að semja á fullu en var alltaf bara einn í þessu. Svo loks á endanum gafst Ég upp á því ákvað að nota bara tölvutrommur og komst í samband við Audio engineer útí Ítalíu sem ætlaði að mixa og mastera fyrir mig EP. Það hitti svo vel á að vinur hanns sem er þrusu trommuleikari bauðst til að taka upp trommurnar fyrir mig fyrir smá gjald. Þá fór af stað ferli að taka upp og senda út og fékk Ég svo loks söngvara í lið með mér sem heitir Jón Haukur Pétursson (var söngvarinn í Discord á sínum tíma) og hann kolféll fyrir þessu og sýndi mikinn metnað í textasmíði og að púsla söngnum við þetta. Þannig það mætti segja að þessi tveggja manna hljómsveit hafi verið stofnuð 2015 en var í bígerð mikið lengur en það. Ég spilaði bassann sjálfur inná upptökurnar en fékk mikla hjálp frá vinum við gerð plötunar (Símon úr Ophidian I, Jón Þór Sigurleifsson og Julian Hlynur Parry).

Texta þemað snýst mikið í kring um Lilith mythológíuna í soltlum Lovecraft feel og myndi Ég kalla þemuna: Occult, Metaphysical, Cosmic Horror.

Áhrifavaldar væru: Megadeth, Pantera, Decapitated, Animosity, Between the Buried And Me, Necrophagist, Spawn of Possession, Meshuggah og Dimmu Borgir til að nefna þetta helsta. Annars koma áhrifin frá svo mörgu.

Tónleikahald verður ekki strax en vonandi einhvern tímann 2016. Eftir að allt fór af stað með EPið þá komst Ég í samband við trommuleikara sem heitir Kjartan Harðarson (trommarinn í Draugsól meðal annars) og hann hefur sýnt þessu mikinn áhuga. Við verðum bara að fara æfa efnið og svo er Ég að tala við nokkra bassaleikara en ekkert neglt niður ennþá. Planið er að geta spilað á tónleikum einhvern tíman árið 2016 og erum við strax byrjaðir að semja nýtt efni fyrir fulllength plötu.

EPið kemur út í heild sinni einhvern tímann í Janúar, ekki enn ákveðið nákvæmlega hvenær en við látum vita um leið á síðunni. Við erum að reyna komast á eitthvað label en ef ekki þá gefum við EPið út bara sjálfir.

Author: Andfari

Andfari