enn bætist við flugið

Það styttist óðum í Eistnaflug! Reyndar er alveg fokklangt í það en samt sem áður getur maður nú alveg látið sér hlakka ágætlega til þegar íslenskir þungarokkarar fá jafnstórann pakka frá þeim og þessi jól. Og jólin eru ekki einu sinni komin!

Listi hinna staðfestu banda stækkar óðum og þótt maður vilji meina að Flugið hafi toppað sig í ár þá tel ég næsta ár eiga möguleika í að verða stærra, miðað við hvaða hljómsveitir eru þegar komnar.

Agent Fresco [ICE] | Belphegor [AUT] | Beneath [ICE] | Celestine [ICE] | Defeated Sanity [GER] | Dimma [ICE] | Dr. Spock [ICE] | Dulvitund [ICE] | Endless Dark [ICE] | Ensími [ICE] | Grafir [ICE] | HAM [ICE] | In The Company Of Men [ICE] | Kolrassa Krókríðandi [ICE] | Kælan Mikla [ICE] | Mannveira [ICE] | Melechesh [ISR] | Meshuggah [SWE] | Misþyrming [ICE] | Ophidian I [ICE] | Páll Óskar & DJ. Töfri [ICE] | Pink Street Boys [ICE] | Severed [ICE] | Sólstafir [ICE] | Úlfur Úlfur [ICE] | World Narcosis [ICE] | Zhrine [ICE]

Ham verður á svæðinu. Dr. Spock verður á svæðinu. Verður Rass þá líka á svæðinu?

Author: Andfari

Andfari