það styttist í breiðskífu nöðru

Þetta ár hefur verið gott fyrir íslenskt djöflarokk og það stefnir í að það næsta verði ekki síðra. Þó nokkrar íslenskar hljómsveitir munu koma fram á hollensku tónlistarhátíðinni Roadburn og án efa eigum við eftir að sjá einhverjar útgáfur í tengslum við það.

Tuttugasta og annan janúar kemur fyrsta breiðskífa Nöðru út í gegnum Signal Rex. Platan mun heita Allir vegir til glötunar og innihalda fimm lög af hráum og viðbjóðslegum svartmálmi. Andfaranum hlakkar mikið til.

Author: Andfari

Andfari