elskaðu metalnördismann

Ef þú ert Metalnörd er það ekkert sem þú þarft að skammast þín fyrir. Það er ekkert óeðlilegt við það að vilja hólfa hluti niður, jafnvel þó einhver mannvitsbrekkan haldu því fram. Að taka mark á slíku kjaftæði er óþarfi.

Sem áhugamaður um Metalnördisma hefur undirritaður mjög gaman að því þegar fólk ræðir um ýmsar tónlistarstefnur, uppruna þeirra og hvaða hljómsveitir passa þar inn í.
Síðustu tvo föstudaga hef ég rifist við tölvuna í góðan hálftíma eða svo á meðan ég hef horft á Lock Horns, en þar tekur Sam Dunn, maðurinn sem færði okkur meðal annars Global Metal og Metal: A Headbanger’s Journey, fyrir ýmsar tónlistarstefnur og reynir að njörva þær niður.

Er það gott eða slæmt? Ætti slíkt að vera látið vera? Auðvitað ekki! Að rífast um slíkt er, oftast nær, góð skemmtun. Á meðan allir eru sammála um að Scream Bloody Gore hafi verið fyrsta alvöru dauðarokksplatan þá er ekkert vandamál.

Núna eru þrír þættir af Lock Horns komnir á netið og þar taka Sam og vinafólk hans fyrir Metalcore, Doom Metal og Industrial Metal. Hefur þetta fólk rétt fyrir sér? Er það alveg úti að aka? Kíktu á þættina hér fyrir neðan og búðu svo til þinn eigin lista ef þú ert ósammála!

Author: Andfari

Andfari