the casualties – running through the night

Síðan 1990 hafa Jorge Herrera og félagar í The Casualties haft það meginmarkmið að halda anda pönksins lifandi, hvað sem tautar og raular. Tuttugu og fimm árum síðar, og níu breiðskífum ríkari, er hljómsveitin ekkert á því að slaka á og í janúar á næsta ári kemur tíunda platan út. Platan sú ber titilinn Chaos Sounds og mun Season of Mist sjá um útgáfu hennar.

Það er um að gera að undirbúa sig og til þess frumsýnir Andfarinn nú fyrsta singúlinn af skífunni.

Author: Andfari

Andfari