severed, ibex angel order, grafvitnir, father murphy

Íslenskt dauðarokk virðist vera í smá uppsveiflu núna, Urðun gaf út kassettu fyrir stuttu hjá Signal Rex, Zhrine komst á samning hjá Season of Mist og Severed virðast vera nokkuð aktívir núna eftir langt hlé. Nýtt lag með hljómsveitinni var frumsýnt fyrr í dag á vefsíðu hins þýska Metal Hammer. Hægt er að hlusta á lagið með því að smella á þennan hlekk. Hljómar ágætlega við fyrstu hlustun svo ég á eflaust eftir að kíkja á væntanlega smáskífu sveitarinnar.

Ef þú þekkir til Svartadauða og Wormlust er möguleiki að þekkir til Daemon Worship Productions, en það fyrirtæki hefur gefið út plötur með hljómsveitunum. Næst á dagskrá eru útgáfur með djöflarokkssveitunum Ibex Angel Order og Grafvitnir og áhugasamir geta kíkt á lögin hér og hér. Ibex Angel Order hljómar ágætlega en enn sem komið er hefur Grafvitnir ekki unnið mig á sitt band.

Guð, sársauki, dauðinn og það að fyrirgefa eru umfjöllunarefni sem eru Father Murphy mjög svo hugleikin og það má greina í angistinni sem þetta hérna lag fyrir neðan hefur að geyma. Jafnvel að þú upplifir sársauka við hlustunina. Lagið sem um ræðir er tekið af smáskífunni Lamentations sem kemur út næsta föstudag á Backwards.

Author: Andfari

Andfari