tónleikum every time i die á húrra aflýst í skugga myrkraverka

Listamenn eins og U2, Deftones og Marilyn Manson hafa hætt við tónleika á meginlandi Evrópu síðustu daga. Á meðan sumir hafa frestað stökum tónleikum hafa aðrir aflýst heilu tónleikaferðalögunum…

Í kjölfar hryðjuverkanna sem áttu sér stað í París síðasta föstudag, þar sem meðal annars var ráðist inn á tónleika Eagles of Death Metal, hafa ýmsar hljómsveitir hætt við tónleika á næstunni, bæði í París sem og annars staðar.

Listamenn eins og U2, Deftones og Marilyn Manson hafa hætt við tónleika á meginlandi Evrópu síðustu daga. Á meðan sumir hafa frestað stökum tónleikum hafa aðrir aflýst heilu tónleikaferðalögunum, sem er skiljanlegt því öðrum Evrópulöndum hafa borist hótanir um hryðjuverk. Það má vel vera að þær hótanir séu ekkert nema orðin, en í kjölfar atburða á borð við þá sem áttu sér stað síðasta föstudag er ósköp eðlilegt að fólk hugsi sig tvisvar um og kjósi að fara aftur í hlýju og öryggi heimahaga.

Við Íslendingar förum ekki varhluta af þessu, því bandaríska harðkjarnasveitin Every Time I Die, sem átti að spila á Húrra í næstu viku, hefur ákveðið að fresta nokkrum tónleikum á næstu vikum, þar á meðal Reykjavíkurgigginu, og óvíst er hvort hljómsveitin mun halda tónleika hér í náinni framtíð í stað þeirra sem falla niður.

Author: Andfari

Andfari