abbath – winter bane

Abbath er nafn á listamanni og hljómsveit. Listamaðurinn hefur nú skapað dýrindis svartþungarokk í aldarfjórðung í hljómsveitum eins og Immortal og I. Hljómsveitin er varla árs gömul en þó er fyrsta breiðskífan ekki langt undan. Meðlimir hennar eru Abbath, King og Creature.

Í janúar kemur platan út á vegum Season of Mist og er hún samnefnd sveitinni og manninum og á tónleikaferðalagi því sem hljómsveitin fer í um það leyti mun Abbath syngja lög af plötunni Abbath með hljómsveitinni Abbath.

Það verður án efa stórkostlegt og vafalaust eru einhverjir íslenskir djöflarokksaðdáendur á leiðinni út til þess að sjá þá á þessum túr. Til þess að auðvelda ykkur biðina frumsýnir Andfarinn nú glænýtt lag með Abbath. “Winter Bane” gjörið svo vel!

Author: Andfari

Andfari