zhrine á samning hjá season of mist

Zhrine, hljómsveitin sem hét eitt sinn Shrine, þar á undan Unortheta og þar á undan Gone Postal hefur eignast nýtt heimili. Franska útgáfan Season of Mist hleypti hljómsveitinni inn í hlýjuna og er von á fyrsta afkvæminu á fyrri hluta næsta árs.

Þetta eru svo sannarlega gleðifréttir og hlakkar undirrituðum mjög svo til þess að hlusta á plötuna þegar hún kemur út og er það vonandi að við fáum að sjá þá á sviði í náinni framtíð.

Author: Andfari

Andfari