vredehammer – spawn tyrant

Síðan 2009 hefur Vredehammer lagt bæi í eyði, látið jörð titra og illskuna renna í stríðum straumum niður norska firði.

Í febrúar á næsta ári kemur önnur plata sveitarinnar út hjá Indie Recordings og mun hún bera titilinn Violator.

Þegar Valla, stofnandi hljómsveitarinnar, var spurður að því hvað hann hefði viljað gera á nýju plötunni svaraði hann því sem svo að hann hefði viljað gera eitthvað fokking aggresíft. Það er bara ein leð til þess að komast að því hvort honum hafi tekist það og það er með því að kíkja á lagið hér fyrir neðan.

Sólgleraugu. Myrkur. Leðurgrifflur. Hvert öðru flottara, ekki satt?

Author: Andfari

Andfari