der weg einer freiheit – letzte sonne

Lesendur Andfara ættu nú að kannast við þýsku nýsverturokkarana Der Weg einer Freiheit núna. Jafnvel gæti verið að einhverjum væri byrjað að líka við þá kappa.

Eftir því sem á líður líkar undirrituðum meira og meira við þá, þótt engin sé líkmálningin og varla að hægt sé að koma auga á gaddabelti. Því var það einstaklega auðvelt að segja já við því þegar að Season of Mist bauð Andfaranum að frumsýna þetta myndband hljómsveitarinnar við lagið “Letzte Sonne”. Annað hefði verið ómögulegt.

Author: Andfari

Andfari