kampfar – profan

Fyrir tuttugu og einu ári reis norska djöflarokkssveitin Kampfar upp úr ösku hljómsveitarinnar Mock. Síðan þá hefur hljómsveitin gefið út sex breiðskífur og er sú sjöunda væntanleg föstudaginn þrettánda þessa mánaðar í gegnum hina norsku útgáfu Indie Recordings.

Byssubelti, gaddar og víkingaskip. Með kaldri víkingasvertu sinni nær Kampfar að skapa andrúmsloft kulda og myrkurs. Já, þetta hljómar eflaust ekkert sérstaklega vel en á Profan nær hljómsveitin að blanda saman klassísku djöflarokki við léttsvertu á borð við þá sem Satyricon hefur fært okkur síðustu misseri. Án þess þó að fara algjörlega í rokk og ról gírinn.

Þú þarft ekki að finna hjólið upp í sífellu til þess að eftir þér sé tekið, og það sýna norsku reynsluboltarnir hér. Profan er klassa norskt blekk metal og slagarar eins og “Gloria Ablaze”, “Skavank” og “Pole in the Ground” ættu að höfða vel til landans í vetrarmyrkrinu.

Kampfar
Profan
Indie Recordings
13 nóvember

 

Author: Andfari

Andfari