heimildarmynd um Erik Danielsson væntanleg

Það segir þér ef til vill ekki mikið ef ég segi þér að það sé stutt í heimildarmynd um Erik Danielsson. Það eru nú ekki allir sem vita hvern maður á við þar.

Ef ég segi þér hins vegar að væntanleg sé heimildarmynd um söngvara sænsku djöflarokkssveitarinnar Watain þá gæti verið að einhverjum bjöllum hringi í kolli þínum.

Frá Artax Film, sem færði okkur Ink, Blood and Spirit og Fight, Blood and Spirit, kemur Music, Blood and Spirit, saga Erik ‘E’ Danielsson á breiða tjaldið færð.

Án efa eru þetta gamlar fréttir fyrir ýmis metalsystkin en setið hneykslunarsvipinn niður, kæru kvlthundar, því hér fylgja fréttir sem þið gætuð hafa misst af!

Myndin verður frumsýnd á Leafmeal tónlistarhátíðinni, sem fram fer í Þýskalandi í næsta mánuði. Þar munu hljómsveitir á borð við Hexvessel, Crippled Black Phoenix og Chapel of Disease koma fram og óþreyjufullir Íslendingar sem verða að komast á tónlistarviðburðinn til þess að sjá þessa mikilvægu mynd geta smellt hér til þess að kaupa miða á hátíðina.

Author: Andfari

Andfari