w.a.s.p. vs. chris holmes – gömlu rokkhundarnir ekki á því að drepast

Hversu furðulegt er það að Feel the Fire er þrítug? Eaten Back to Life er tuttugu og fimm ára, og á einhvern ótrúlegan hátt er Chris Holmes ennþá á lífi.

Hver? Chris Holmes er lifandi áminning um það að best sé að ganga hægt um gleðinnar dyr, og ef þú trúir mér ekki smelltu á þennan hlekk og sjáðu rokksköddun með þínum eigin augum. Þegar þú hefur gert það kíktu þá á glænýtt myndband með kappanum, það er hérna fyrir neðan. Hver þarf Leoncie og Ella Grill á Aquacar þegar maður hefur Chris Holmes að ofnota alla þá þrjá effekta sem myndvinnsluforritið hans hefur uppá að bjóða?

Það er þó von. W.A.S.P. gaf þó út góða plötu núna fyrir stuttu síðan. Við skulum fyrirgefa Blackie Lawless það að hafa frelsast því Golgotha er helvíti góð plata. Eins og sumir líta framhjá rasisma H.P. Lovecraft vegna þess að sögurnar hans eru svo góðar þá skulum við fyrirgefa Lawless það að hafa frelsast. Öllum verða nú á mistök. Lag af Golgotha má finna fyrir neðan nýjasta afrek Holmes.

Author: Andfari

Andfari