thy catafalque – sgúrr

Thy Catafalque er framúrstefnumetalsveit sem á rætur sínar að rekja til Ungverjalands en er nú staðsett í Skotlandi. Maðurinn á bakvið hljómsveitina, Támas Katái, starfar þar sem ljósmyndari eftir því sem Andfarinn kemst næst.

En af hverju ákvað Andfarinn að segja já þegar honum var boðið að frumsýna Sgúrr, nýjustu breiðskífu Thy Catafalque, sem kemur út hjá Season of Mist seinna í þessum mánuði? Var það vegna þess að hann er ötull aðdáandi framúrstefnulegs þungarokks og tónlistarstefna þar sem listamennirnir reyna á allt það sem þeir hafa og reyna að skapa fegurð úr óreiðu ofsans? Eða var það kannski vegna þess að Katái var einu sinni, í rosalega stuttan tíma, hljómborðsleikari í ungverskri djöflarokkshljómsveit sem varla nokkur man eftir lengur? Tja, það er spurning.

Author: Andfari

Andfari