söngvari satyricon greinist með heilaæxli

Það er ekki lengur svo að það eina sem hrjái hörðustu djöflarokkara sé að finna meira pláss á líkamanum til þess að skera sig með ryðguðum rakvélarblöð án þess að fara yfir eldri ör. Synir Norðurmyrkurs eldast og fréttirnar af þeim verða þeim mun hversdagslegri.

Eins og til dæmis þessi frétt um Satyr, söngvara norsku djöflarokkssveitarinnar Satyricon. Hann veiktist nýlega og eyddi viku inná spítala á meðan læknar reyndu að komast að því hvað væri nákvæmlega í gangi. Samkvæmt Instagram síðu Satyrs kom í ljós að það sem hrjáir kappann er góðkynja heilaæxli sem, ef það stækkar ekki þeim mun meira, mun ekki hafa teljandi áhrif á getu kauða til þess að halda áfram að skapa létt og stílhreint djöflarokkpopp.

Við getum því öll andað léttar nú.

Author: Andfari

Andfari