vulture industries – blood on the trail

Ætli margir af lesendum Farans þekki hina norsku hljómsveit Vulture Industries? Ef ekki, er þá ekki fínt að bæta úr því nú?

Eins og svo margar þeirra hljómsveita sem Andfarinn hefur frumsýnt hingað til þá er hljómsveitin á mála hjá frönsku útgáfunni Season of Mist. Hún hefur starfað síðan 1998, en fyrstu árin hét sveitin Dead Rose Garden.

Síðan 2003 hefur sveitin komið fram sem Vulture Industries og gefið út þrjár breiðskífur. Myndbandið sem birtist á Andfaranum nú er tekið af síðustu breiðskífu sveitarinnar, sem heitir The Tower og kom út 2013, og sá Costin Chioreanu um sköpun þess.

Ef þú skyldir nú hafa áhuga á að sjá hljómsveitina á sviði þá má geta þess að hún mun koma fram, ásamt fjöldanum öllum öðrum af norskum þungarokkssveitum, á Blastfest. Hátíðin sú fer fram í Bergen, Noregi, 17-20 febrúar á næsta ári.

Author: Andfari

Andfari