þreföld misþyrming á næsta roadburn

Það verður mikið að gera hjá djöflarokksveitinni Misþyrmingu á Roadburn tónlistarhátíðinni á næsta ári. Hátíðin mun fara fram í Tilburg, Hollandi, fjórtánda til sautjánda apríl og mun Misþyrming troða upp þrisvar þar.

Á fimmtudegi mun hún flytja nýtt efni, á föstudeginum mun hún koma fram sem partur af Úlfsmessu sem verður í fyrsta sinn framin fyrir utan landssteinanna, og á laugardaginn mun hún koma fram í þriðja sinn og spila frumburð sinn, Söngva elds og óreiðu, í heild sinni.

Augljóslega hefur Walter, manninum á bakvið Roadburn, litist vel á það sem hann sá af hljómsveitinni á Eistnaflugi þetta árið.

misthyrming

Author: Andfari

Andfari