revenge – wolf slave protocol

Þær eru ekki margar hljómsveitirnar sem geta nánast rifið af þér andlitið með sínum ofbeldisfullu riffum. Revenge er þó ein þeirra. Í hvert sinn sem maður setur plötu með þeim á fóninn finnst manni eins og hátalarnir ætli að ráðast á mann. Þetta er hættulegt. Hættulegt eins og Full of Hell tónleikar þar sem miðaldra menn taka karate spörk út í loftið. Hæ ja!

Kung fu pöndur er þó hvergi að finna hér heldur skriðdrekamálm sem fær Mardukliða til þess að míga á sig af skömm. “Wolf Slave Protocol” er tekið af Behold.Total.Rejection sem kemur út í gegnum Season of Mist 13 nóvember.

Author: Andfari

Andfari