wasp – scream

Ég bjóst ekki við því en W.A.S.P. náði að koma mér á virkilega á óvart núna. Kannski er ellin byrjuð að segja til sín en það stefnir í að Golgotha, sem kemur út hjá Napalm Records í byrjun næsta mánaðar, verði fyrsta góða platan sem hljómsveitin hefur gefið út, að mínu mati, í tvo áratugi.

Ólíkt mörgum varð ég fyrir miklum vonbrigðum með nýju Iron Maiden plötuna og, líkt og margir, varð ég einnig fyrir vonbrigðum með nýju Slayer plötuna. Það er því ágætt að einhverjir ellismellirnir komi manni á óvart og skelli í eina góða skífu.

Author: Andfari

Andfari