hegemon – interpreting signs of war: aruspicine

Hegemon er frönsk djöflarokkssveit fagnar tvítugs afmæli sínu á næsta ári. Hegemon er einnig ein af mörgum frönskum djöflarokkshljómsveitum sem ég hef algjörlega sleppt því að tékka á, eflaust vegna þess að það eru axir í lógói hennar.

Hljómsveitin gefur út sína fjórðu plötu þréttánda nóvember. Þess má geta að þrettánda nóvember ber upp á föstudegi þetta árið. Sem gerist nú ekki oft, allavega ekki oftar en einu sinni á ári.

Platan, sem mun bera titilinn The Hierarch, kemur út hjá Season of Mist. Endilega kíkið á þetta nýja lag með hljómsveitinni. Eigiði eftir að muna eftir því eða munu axirnar virka sem óminnislyf?

Author: Andfari

Andfari