tsjuder – slumber with the worm

Nú er rétt rúm vika í að nýjasta skífa norsku djöflarokkaranna í Tsjuder komi út á vegum Season of Mist. Platan ber heitið Antiliv og án efa er ætlun Tsjuderanna að murka lífið úr sem flestum hlustendum sínum með ofbeldisfullum gítarriffum, keðjusagandi trommuslátt og járnlungum Helvítis! Þeir hafa reyndar ekkert sagt um það, en er það ekki gefið?

Því verðum við að frumsýna þetta nýja lag með Tsjuder í dag. Til fjandans með einhverjar haustlægðir, við þurfum viðbjóðslegt norskt Satansrokk!

Author: Andfari

Andfari