gerviefnaguðir á húrra næsta föstudag

Já, það styttist óðum í tónleika Plastic Gods á Húrra. Með hverjum deginum jafnvel. Það eru tveir dagar í þetta núna. Hvar verður þetta? Á Húrra.

Það er margt hægt að gera á tveimur dögum. Það er hægt að bíða í rólegheitum eftir því að III, þriðja plata sveitarinnar komi út. Það er hægt að hlusta fyrri breiðskífur drengjanna á meðan þú bíður. Það er hægt að leita að Steve Goldberg á Netinu og athuga hvort hann sé betri en Steve Gutenberg, ég efast samt um það. Svo er líka hægt að sleppa því að hlusta á nýjustu plötu Uncle Acid & the Deadbeats því hún veldur vonbrigðum allt frá byrjun og til enda.

Author: Andfari

Andfari