misþyrming – the god supreme (beyond the gates iv)

Tónlistarhátíðin Beyond the Gates fór fram í Bergen síðustu helgi og meðal þeirra hljómsveita sem þar komu fram var íslenska djöflarokkssveitin Misþyrming, sem var fyrsta sveit á svið þetta árið.

Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan gaf hljómsveitin ekkert eftir, þó snemma væri á sviðinu, og fékk Arioch, söngvara Marduk og Funeral Mist, með sér á svið til þess að taka gamla Funeral Mist smellinn “The God Supreme”.

Alls ekki slæmt að byrja hátíðina á þessum nótum.

Author: Andfari

Andfari