tsjuder – djevelens mesterverk

Blóð, snjór, alltof langir gaddar og líkmálning, norska djöflarokkssveitin Tsjuder er með þetta allt í svo miklu magni að það jaðrar við vera fáránlegt.

Bassatrommur sem drepa fyrir myrkrahöfðingjann, gítartónar sem huga kristinna og öskur sem hljóma eins og þau berist handan grafarinnar. Tsjuder er með þetta allt í svo miklu magni að það jaðrar við að vera ólöglegt.

Um miðjan næsta mánuð kemur fimmta plata hljómsveitarinnar út, skífan ber nafnið Antiliv og kemur út á vegum Season of Mist, en sú útgáfa er búin að vera mjög dugleg að gauka lögum að Andfaranum að undanförnu.

Endilega kíkið á þetta djöfuls meistaraverk sem útgáfan lét Andfaranum í té núna og ekki gleyma að láta hann vita hvernig ykkur líkaði.

Author: Andfari

Andfari