rotting christ – lucifer over athens

Já, það er allt að gerast þessa dagana, enda er ágústmánuður oft vinsæll til útgáfu. Í gær frumsýndi Andfarinn nýjustu breiðskífu amerísku dauðarokkssveitarinnar Hate Eternal og nú er komið að Íslandsvinunum í Rotting Christ.

Ég sá hljómsveitina fyrir stuttu síðan á Eistnaflugi og hafði mjög gaman af. Samkvæmt heimildum þýðir það víst að ég sé bitur og gamall, og er ég bara nokkuð ánægður með það. Ef æskan skilur ekki góða tónlist þá getur hún bara foggað sér!

En kíkjum aðeins út af elliheimilinu núna og njótum góðra tóna grísku djöflarokksgoðana! Lucifer over Athens kemur út hjá Season of Mist eftir níu daga. Ef þú hefur tileinkað þér það að kaupa vörur á veraldarvefnum þá geturðu smellt á þennan hlekk til þess að fjárfesta í plötunni.

Author: Andfari

Andfari