grave – redeemed through hate

1984 var Ola Lindgren sextán ára. Það ár gekk kauði til liðs við hljómsveitina Rising Force sem síðar varð að Corpse sem seinna meir breytti nafni sínu í Grave.

Síðan þá hafa tíu breiðskífur Grave litið dagsins ljós og hver ein og einasta hefur verið sneisafull af svæsnu sænsku dauðarokki.

Í október kemur ellefta hljómplata sveitarinnar út og ber hún nafnið Out of Respect for the Dead. Þetta nýja lag (hérna fyrir neðan!) sem hljómsveitin var að skella á netið gefur til kynna að það sé ekkert gefið eftir, þótt nærri aldarfjórðungur sé síðan fyrsta platan kom út.

Author: Andfari

Andfari