ný plata væntanleg frá deafheaven

Amerísku eftirsverturokkararnir í Deafheaven sendu fyrr í dag frá sér tilkynningu um að þriðja breiðskífa sveitarinnar væri væntanleg í október á vegum Anti útgáfunnar. Eins og einhverjir muna eflaust þá kom hljómsveitin fram á ATP hátíðinni sem fram fór á Ásbrú fyrr í þessum mánuði.

Íslandsvinirnir létu sér ekki nægja að segja okkur að ný plata væri á leiðinni, heldur létu okkur einnig í té smá innlit í hljóðheima þá sem hljómsveitin mun reisa á væntanlegri plötu.

Author: Andfari

Andfari