finnsk innrás í september

Aðdáendur djöflarokks og öfgarokks fullu af gleði geta nú hoppað hæð sína því seinnipart septembers koma tvær sögufrægar finnskar öfgarokkssveitir til landsins.

Hljómsveitirnar sem um ræðir eru Black Crucifixion og Finntroll. Án efa þekkja fleiri þá síðarnefndu en þá er hér komið kjörið tækifæri til þess að rétta þann hlut og gera Gaukinn að sínum höfuðstað tuttugasta og fjórða og tuttugasta og fimmta september næstkomandi.

Engar upplýsingar hafa borist varðandi upphitunarsveitir hjá Finntroll, en Mannveira mun vera Black Crucifixion til halds og trausts.

Ýmsir aðrir viðburðir verða á dagskrá um þetta leyti á vegum fólksins sem stendur að þessum tónleikum, þar á meðal verður heimildamynd um finnsku djöflarokkssenuna sýnd.

Author: Andfari

Andfari