grave pleasures – crying wolves

Öðru hverju koma fram hljómsveitir sem fá mann til þess að standa upp og öskra “JÁ!”, Ghost er ein þeirra og Grave Pleasures önnur.

Grave Pleasures hét áður Beastmilk og, þrátt fyrir stuttan lífstíma, átti hún ófáa slagarana. Sökum breytinga á meðlimaskipan ákváðu hinir limir sveitarinnar að taka upp nýtt nafn en halda þó ótrauðir áfram.

Sem var meiriháttar! Fyrsta breiðskífa sveitarinnar er væntanleg fljótlega og nýtt myndband lent á veraldarvefnum! Það er alltof heitt úti og því fínt að kæla sig niður með Kvost og félögum!

Author: Andfari

Andfari