hate eternal – zealot, crusader of war

Já, það er kominn tími á að maður hressi sig við eftir hið magnaða Eistnaflug síðustu helgi. Það verður erfitt að toppa þetta, en má þó vel reyna!

Hvað um það, nú er komið að öðrum Satansmetal, nánar tiltekið glænýju lagi með amerísku dauðarokkshljómsveitinni Hate Eternal. Lagið “Zealot, Crusader of War” er þriðja lagið sem hljómsveitin setur á netið af væntanlegri breiðskífu hennar, en platan sú ber titilinn Infernus.

Infernus kemur út hjá Season of Mist um mánaðamót ágústs og september og ætti að höfða vel til fólks með áhuga á níðþungu dauðarokki.

Author: Andfari

Andfari