3rd attempt – art of domination

Það voru eflaust einhverjir sárir þegar Tchorth og BloodPervertor sögðu skilið við hina goðsagnakenndu norsku djöflarokkssveit Carpathian Forest. Viðkomandi aðilar geta nú tekið gleði sína á ný því nú er væntanleg breiðskífa frá þeim félögum fljótlega.

Því það gæti hafa farið framhjá þér að þeir félagar stofnuðu hljómsveitina 3rd Attempt fimm mínútum eftir að þeir hættu í CF. Það gæti líka farið framhjá þér að þeir gerðu samning við Dark Essence Records og fengu þá Odemark úr Midnattsvrede og Tybalt úr Fortíð í lið með sér.En nú ætti þetta að vera komið inn hjá þér sem og þetta glænýja lag með hljómsveitinni sem hljómar nú skuggalega líkt því sem þeir voru að gera í Carpathian Forest. Til hvers voru þeir þá að hætta í þeirri hljómsveit?

Author: Andfari

Andfari